Foxconn hefur náð samningum við japanska tækjaframleiðandann Sharp um kaup á félaginu. Samkvæmt samningnum mun Foxconn kaupa 66% hlut í félaginu fyrir um það bil 3,5 milljarða dala, eða um 434 milljarða króna. Áætlað er að skrifað verði endanlega undir samningana 2. apríl nk.

Foxconn reyndi fyrst að kaupa félagið árið 2012 en samningar náðust ekki milli félaganna. Sharp hefur átt í erfileikum undanfarin ár og varð m.a. nálægt gjaldþroti árið 2012. Foxconn er frá Tævan, en félagið framleiðir meirihluta Iphone síma fyrir Apple.

Sharp er eitt elsta tæknifyrirtæki í Japan en það var stofnað árið 2012. Þetta er fyrsta erlenda yfirtaka á japönsku tæknifyrirtæki af þessari stærðargráðu en í yfirlýsingu frá félögunum segja þau að sameinað fyrirtæki verði leiðandi á heimsvísu.