Kaupþing undirbýr nú skuldabréfa útgáfu í svissneskum frönkum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Stærð útgáfunnar nemur 100 milljónum svissneskra franka, sem samsvarar um 5,55 milljörðum króna.

Kjörin eru 15 punktar yfir þriggja mánaða LIBOR-vöxtum og áætlað er að selja bréfin yfir pari á 100.05.

Hugsanleg lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna frá Moodys hefur leitt til þess að að minnsta kosti tveir viðskiptabankanna hafa ákveðið að fresta því að sækja fjármagn á erlenda skuldabréfamarkaði. Ekki er viðtað hvort að óvissan muni hafa áhrif á útgáfa Kaupþings í svissneska gjaldmiðlinum.

Moodys hækkaði nýlega lánshæfismat sitt á Kaupþingi, Glitni og Landsbanka Íslands í Aaa í kjölfar breyttrar aðferðafræði við útreikninga sína. En vegna mikillar gagnrýni hefur matsfyrirtækið ákveðið að fresta frekari hækkunum á lánshæfismati fjármálafyrirtækja að sinni og endurskoðar nú nýlegar hækkanir.

Sérfræðingar búast fastlega við því að lánshæfisamt íslensku bankanna lækki þegar endurskoðun Moodys er lokið.

Svissnesku bankarnir UBS Investment Bank  og Zuercher Kantonalbank hafa umsjón með útgáfunni.