Kaupþing banki mun hefja kynningarherferð fyrir skuldabréfaútgáfu næsta árs þann 31. október næstkomandi, segir í frétt Dow Jones.

Kaupþing hefur falið Citigroup, Deutsche Bank og HSBC sameiginlega stjórn kynningarherferðarinnar og mun hún miða að skuldabréfafjárfestum í Asíu og Sviss, segir í fréttinni.

Guðni Níels Aðalsteinsson, framkvæmdarstjóri fjárstýringar Kaupþings, sagði í samtali við Dow Jones fréttastofuna að bankinn hefði lokið við endurfjármögnun bankans út árið 2007 og tók fram að bankinn stefndi ekki á skuldabréfaútgáfu fyrr en á næsta ári.

Í október lauk Kaupþing banki sölu á þriggja-ára skuldabréfum í Japan að virði 50 milljarða jena, sem samsvarar rúmlega 28 milljörðum króna.