Danska húsgagnakeðjan Ilva er á leið í hendur Íslendinga en vefútgáfa danska viðskiptablaðsins Børsen greinir frá þessu í dag. Talið er að Kaupþing sé að yfirtaka húsgagnakeðjuna sem nú er í eigu breska fjárfestingasjóðsins Advent.

Børsen segir að Kaupþing hafi greint blaðinu frá því að yfirtökuviðræður hafi farið fram milli Kaupþings og Adventa.

Advent yfirtók Ilva fyrir fjórum árum síðan en húsgagnakeðjan hafði verið í eigu fjölskyldunnar Linde og hefur frá þeim tíma opnað eina verslun í Svíþjóð og þrjár í Bretlandi.

Stækkanir keðjunnar með opnum verslana í Svíþjóð og Bretlandi hefur verið dýr en félagið skilaði 128 milljóna danskra króna tapi í fyrra.