Kaupþing banki hefur verið bendlaður við breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart í breskum dagblöðum. Orðrómur um að Kaupþing banki hafi áhuga á að kaupa Collins Stewart hefur hefur verið á kreiki í fjármálahverfi London, en heimildamaður breska blaðsins The Daily Telegraph segir þó að bankinn eigi nú í fullu fangi með að klára yfirtökuna á Singer & Friedlandar.

Fjárfestingasjóðirnir Thomas H. Lee og Hellman & Friedlander, sem sýndi meðal annars Símanum áhuga, teljast líklegastir til þess að taka yfir Collins Stewart. Þýska kauphallarfélagið, Deutsche Börse, hefur sagt að fyrirtækið hafi ekki áhuga á Collins Stewart, þrátt fyrir yfirlýsingar um áhuga á samstarfi.

Talað er um að kaupverðið geti verið allt að 18 sinnum spár fjármálafyrirtækja um tekjur Collins Stewart á þessu ári, en bréf bréf félagsins enduðu í 633,25 pens á föstudaginn. Landsbanki Íslands keypti Teather & Greenwood á um 21 sinnum tekjuspár fyrir árið 2005.