Kaupþing banki hefur sölutryggt 326 milljón punda (44,4 milljarðar íslenskra króna) fasteignafjármögnun, ásamt Royal Bank of Scotland, fyrir bresku pöbbakeðjuna Laurel Pubs Company, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Í frétt Viðskiptablaðsins í dag kemur fram að Kaupþing sé hluthafi í Laurel Pubs Company og aðstoðaði athafnamanninn Robert Tchenguiz við að kaupa Laurel fyrir 151 milljón punda árið 2004.

Martin Hawkes, sem stýrir lánaborði Kaupþings í London, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær að um endurfjámögnun á fasteignum félagsins væri að ræða, en að einnig væri verið að fjámagna nýjar fasteignir í tengslum við nýlegar yfirtökur Laurel. Nánari er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.