Kaupþing banki hefur fengið greiðslustöðvun samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður umsjónarmaður á greiðslustöðvunartímanum.

Greiðslustöðvunin er veitt til kl. 14:00 föstudaginn 13. febrúar 2009. Greiðslustöðvunin getur að hámarki varað í 24 mánuði.

Greiðslustöðvunin nær ekki til Nýja Kaupþings banka hf., en hann tók við starfsemi Kaupþings á Íslandi, 21. október 2008.

//