Kaupþing banki hefur skipað Lehman Brothers til að leiða sjö ára skuldabréfaútboð í evrum á breytilegum vöxtum, samkvæmt upplýsingum frá Lehman Brothers. Upphæð skuldabréfaútboðsins hefur ekki verið ákveðin en sala skuldabréfanna mun eiga sér stað fljótlega ef markaðsaðstæður leyfa.

Kauþing banki, sem er með lánshæfismatið A1 hjá Moody's Investors Service, heimsótti skuldabréfamarkaðinn síðast í júní. Þá bætti 300 milljónum evra (23,44 milljarðar íslenskra króna) við útistandandi skuldabréfasafn sitt, sem greiðist árið 2007. Royal Bank of Scotland leiddi útboðið í júní.