*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 17. febrúar 2006 14:29

Kaupþing banki kominn með um 40% af nýjum íbúðalánum

viðtal við Ingólf Helgason, forstjóra KB banka á Íslandi, í Viðskiptablaðinu

Ritstjórn

Kaupþing banki er með um 40% af nýjum íbúðalánum á íslenskum fasteignamarkaði og eru þá tekin með öll lán er viðskiptabankarnir og Íbúðalánasjóður veita. Heildarhlutdeild bankans í íbúðalánamarkaðnum er um 30%. Í viðtali við Ingólf Helgason, forstjóra KB banka á Íslandi, í Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að núna fyrst eru að koma að fullu í ljós áhrif af þeirri ákvörðun bankans að fara inn á íbúðalánamarkaðinn fyrir einu og hálfu ári.

Það kemur einnig fram í viðtalinu við Ingólf að unnið var að útfærslu íbúðalánanna innan bankans í heilt ár áður en farið var af stað. Var meðal annars gætt að því að hafa öll lán með sama gjalddaga í mánuðinum, smáatriði sem Ingólfur segir að skipti miklu máli. Með því að hafa alla gjalddaga á sama degi er mun einfaldara að tryggja að fjármögnun Kaupþings banka falli að útlánunum. Kaupþing banki mun gefa út tvo flokka skuldabréfa sem falla mun að hinni stöðluðu útgáfu lánanna eins og það birtist lántakanda. Hagræðið er augljóst þegar hugsað er til þess að annars þyrfti að láta nokkra tugi þúsunda lána, öll með mismunandi gjaldadaga, falla saman við skuldabréf Kaupþings banka.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.