Greiningardeild Kaupþings banka hefur lækkað verðmat sitt á Össuri um 4% frá því síðasta í kjölfar uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung, en það var undir væntingum greiningardeildar. Ráðgjöfin er óbreytt, það er mælt með kaupum í Össuri.

Endurskoðað verðmat gefur gengið á 119,3 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi lækkar í 132 krónur úr 137. Gengi félagsins á markaði er nú 107 krónur á hlut.

Greiningardeild Landsbankans birti nýtt verðmat á Össuri þann 2. ágúst sem gefur verðmatsgengið 111,2 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi á 124,9.