Greiningardeild Kaupþings banka hefur hækkað verðmat sitt á Marel í 75,3 krónur á hlut, úr 68,2 frá síðast verðmati. Gengi félagsins var 70,20 krónur á hlut við lok markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni. Tólf mánaða markgengið hefur verið hækkað í 83 krónur á hlut.

?Þar sem þetta markgengi er rúmlega 18% hærra en lokagengi félagsins var á markaði síðastliðinn föstudag mælum við með að fjárfestar kaupi bréf í félaginu," segir greiningardeildin.

Ástæða hækkunar verðmatsins er veiking gengis krónu gangvart evru, sem er jákvætt fyrir félagið því það hefur litlar tekjur í krónum talið en mikinn kostnað.

?Áður hefur Marel gefið það út að 5% veiking á gengi krónunnar, bæti EBIT framlegð félagsins um eitt prósentustig. Getur því núverandi veiking krónunnar þýtt allt að 5 prósentustigum betri EBIT framlegð þegar allra áhrifa veikingarinnar er farið að gæta hjá Marel," segir greiningardeildin.

Aftur á móti koma gengisáhrif ekki fyllilega í ljós fyrr en síðari helmingi ársins, þar sem verð og gengi eru oftast fest við undirskrift samninga og tekur oft fleiri en einn fjórðung að framleiða upp í gerða samninga. Til lengri tíma litið hefur þetta mjög jákvæð áhrif á EBIT framlegð Marel og höfum við því uppfært verðmat okkar á félaginu," segir greiningardeildin.