Gengi hlutabréfa í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand hefur hækkað um 4,4%, í 74,2 norskar krónur og segir Nils Christion Oyen, greiningaraðili First Securities fjárfestingabankans, að hækkunin sé vegna orðróms um mögulega yfirtöku Kaupþings banka á fyrirtækinu, segir í frétt Dow Jones.

Oyen segir Kaupþing líklegan kaupanda að Storebrand þar sem bankinn jók hlut sinn í Storebrand úr 4,9% í 7,8% á miðvikudaginn síðastliðinn.

Oyen mælir með undirvogun í Storebrand, þar sem hann spái því að gengi muni lækka um tíu norskar krónur ef ekki verður af yfirtökuboðinu.

Ekki hefur náðst í Kaupþing banka vegna málsins.