Greiningardeild Kaupþings banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í næsta mánuði og segir hún að ef spáin gangi eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka upp í 8,3% en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,1% í júlí 2005.

?Sumarútsölur fara senn að hefjast og munu þær vinna gegn hækkun verðlags vegna veikari krónu. Greiningardeild gerir ráð fyrir svipuðum útsöluáhrifum nú og í fyrra en verð á fatnaði lækkaði um 9% í júlí í fyrra, húsgagnaútsölur eru þegar byrjaðar og gerir Greiningardeild ráð fyrir lækkun á verði húsgagna. Samtals gerir Greiningardeild ráð fyrir að útsölur muni leiða til um 0,5% lækkunar á vísitölu neysluverðs," segir greiningardeildin.

Þá segir hún að eldsneytisverð hafi hækkað um 2% í mánuðinum og hefur það um 0,1 - 0,15% áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunar. ?Sömuleiðis gerir greiningardeild ráð fyrir hækkun á mat og drykk eða um 2%. Lægra gengi krónunnar mun leiða til áframhaldandi hækkunar á innfluttum matvælum. Hækkun á verði matvæla mun hafa um 0,25% - 0,3% áhrif á vísitöluna til hækkunar. Fjöldi undirliða mun hækka í mánuðinum vegna veikara gengis krónu og launaþrýstings og gerir Greiningardeild ráð fyrir hækkandi verði á þjónustu og á innfluttum vörum að fatnaði og húsgögnum undanskildum," segir greiningardeildi.,

Víkjum nú að þróun fasteignaverðs og áhrif þess á vísitölu neysluverðs. ?Fasteignaverð lækkaði um 0,2% í mánuðinum og síðastliðna 3 mánuði hefur fasteignaverð hækkað að meðaltali um 0,9%. Hækkun fasteignaverðs mun hafa um 0,2% áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunar," segir greiningardeildin.