Greiningardeild Kaupþings banka hefur uppfært verðmat sitt á Actavis auk þess sem hún gefur út afkomuspá fyrir fyrsta fjórðung rekstrarárs félagsins.

?Sjóðstreymisgreining gefur verðmatsgengið 70 krónur á hlut og höldum við tólf mánaða markgengi okkar óbreyttu í 78 krónum á hlut. Miðað við væntan vöxt í hagnaði á hlut teljum við að Actavis verðskuldi hærri verðkennitölur en þau félög sem við berum Actavis saman við. Við mælum áfram með því að fjárfestar kaupi bréf í Actavis," segir greiningardeildin.

Hún býst við ágætum ársfjórðungi hjá Actavis en segir jafnframt að þriðji ársfjórðungur sé jafnan ekki sá besti hjá félaginu.

?Við eigum von á því að reksturinn í Bandaríkjunum og Austur Evrópu muni áfram ganga vel en einnig að það verði áframhaldandi erfiðleikar í Þýskalandi í tengslum við reglubreytingar fyrr á árinu," segir greiningardeildin.