Greiningardeild Kaupþing banka telur að vísitala neysluverðs í maí muni hækka um 1% sem aftur þýðir að verðbólga á 12 mánaða tímabili verður 7,1%.

Gangi spá greiningardeilarinnar eftir verður hækkun vísitölunnar í maí nokkru minni en í síðasta mánuði þesgar hún var 1,15%. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir heldur minni hækkun eldsneytisverðs eða 5 til 6% í stað nærri 7% hækkunar í apríl.

Bent er á að rætur verðbólgunnar "að þessu sinni liggja fyrst og fremst í hækkandi eldsneytisverði en áhrif þess mun leiða til um 0,35% hækkunar vísitölunnar. Greiningardeild gerir ráð fyrir 1,4% hækkun fasteignaverðs sem mun hafa um 0,2% til 0,25% áhrif á vísitölu neysluverðs. Greiningardeild gerir almennt ráð fyrir verulegum verðskrárhækkunum á vöru og þjónustu auk þess sem að deildist býst við nokkurri hækkun á matvælaverði sem mun leiða til um 0,1% hækkunar á vísitölu neysluverðs."