Kaupþing banki hefur verðlagt 500 milljón evra (39 milljarðar íslenskar krónur) skuldabréfaútboð, samkvæmt upplýsingum Dow Jones. Bréfin eru gefin út undir pari á 99,674, og borga 20 punkta (0,2%) yfir þriggja mánaða EURIBOR-vexti.

Ekki hefur fengist staðfest hvað bankinn hyggst gera við andvirði útboðsins. Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers sér um sölu skuldabréfanna.

Kauþing banki, sem er með lánshæfismatið A1 hjá Moody's Investors Service, heimsótti skuldabréfamarkaðinn síðast í júní. Þá bætti 300 milljónum evra (23 milljaðar íslenskra króna) við útistandandi skuldabréfasafn sitt, sem greiðist árið 2007. Royal Bank of Scotland leiddi útboðið í júní.