Kaupþing eignaðist meirihluta stofnfjár Sparisjóðs Mýrarsýslu í gærkvöldi.

Fulltrúaráðsfundur sparisjóðsins afgreiddi tillögu um stofnfjáraukningu í gær. Stofnfé Sparisjóðs Mýrarsýslu var þar með aukið úr 500 milljónum í 2,5 milljarða og lagði Kaupþing til hið nýja stofnfé.

Kaupþing keypti stofnféð á genginu 1 og á nú 70% stofnfjár Sparisjóðs Mýrarsýslu. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn er í meirihlutaeigu utanaðkomandi aðila í 95 ára sögu hans.