*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 11. desember 2007 21:20

Kaupþing eina skráða eignin hér á landi

Ritstjórn

Straumborg, félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, keypti í dag 1% í Kaupþingi [KAUP] fyrir 6,4 milljarða króna og á nú 3,6% í bankanum. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Kaupþing stærsta einstaka eign Straumborgar og eina skráða eign félagsins hér á landi, eftir að félagið hóf að selja eignir hérlendis um miðbik ársins.

Lesið meira um þetta í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta nú þegar lesið viðskiptablaðið á vefnum og þeir áskrifendur sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það á vb@vb.is.