Kaupþing hefur fallið frá áformum um að taka yfir hollenska bankann NIBC. Í tilkynningu Kaupþings til Kauphallar Íslands segir:

„Í ljósi þess óróleika sem nú er á fjármálamörkuðum hafa Kaupþing banki og NIBC ákveðið að falla frá fyrirhugaðari yfirtöku Kaupþings banka á NIBC. Umsóknir um samþykki eftirlitsaðila vegna kaupanna hafa verið dregnar til baka og kaupsamningurinn felldur niður.

Í ljósi þessarar þróunar verður ekki af forgangsréttarútboði Kaupþings, sem fyrirhugað var nú á fyrsta ársfjórðungi 2008.“