Kaupþing banki hefur tilkynnt að fyrirhugað sé að fresta upptöku evru sem uppgjörsmyntar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Stjórn bankans ákvað á síðasta ári að breyta um uppgjörsmynt, en mætti nokkrum hindrunum í þeim áætlunum.

Vægi evrunnar í rekstri bankans hefur aukist talvert á síðustu árum. Fram kemur í tilkynningu að minna en 13% eigna bankans séu í íslenskum krónum, og minna en 11% skulda.

Stjórn Kaupþings er þó enn staðráðin í því að breyta uppgjörsmyntinni fyrr en síðar, svo að uppgjör bankans gefi betri mynd af raunverulegri stöðu hans. Ákveðið hefur verið að draga til baka umsókn um evru sem uppgjörsmynt og fresta fram í janúar 2009.