Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út nýtt verðmat á Alfesca. Niðurstaða verðmatsins er að félagið er metið á rúmlega 26,5 milljarða virði, sem gefur gengið 4,6 krónur á hlut.

Eins árs "Target price" er 5,1 en gengi dagsins við lok markaða var 4,18.

Verðmatið er unnið eftir sjóðstreymisaðferð og er gerð 10,4% ávöxtunarkrafa til eigin fjár félagsins en veginn meðalkostnaður fjármagns er 8,4%.

Verðmatið spáir einnig fyrir 3. ársfjórðung Alfesca sem lýkur 31. mars næstkomandi.

Þar er ekki gert ráð fyrir góðum fjórðungi, meðal annars vegna þess að páskar eru nú í apríl og falla því á 4. ársfjórðung félagins.

Í verðmatinu er notað þrískipt verðmatslíkan þar sem ekki er gert ráð fyrir að vöxtur eftir árið 2015 skili umframarðsemi til hluthafa, segir greiningardeildin.