Breska blaðið Independent segir frétt að Kaupþing banki gæti haft áhuga á að kaupa breska verðbréfafyrirtækið Williams de Broe.
'
Kaupþing hefur margoft sagt að bankinn hafa áhuga á að kaupa breskt verðbréfafyrirtæki, en frétt Independent hefur ekki fengist staðfest.

Hollenski bankinn ING Bank hefur ákveðið að selja fyrirtækið, sem var stofnað fyrir 137 árum, og hafa í kringum tólf hugsanlegir kaupendur óskað eftir upplýsingum um félagið.

Fjármálafyrirtækið Evolution Group og fjárfestingasjóðurinn Alchemy Partners gætu einnig hafa áhuga á að kaupa Williams de Broe, sem Independent segir að sé metið á um 30 milljónir punda.