Hagnaður Kaupþings á fyrsta fjórðungi nam 15,2 milljörðum króna, sem er í hærra lagi miðað við meðalspá greiningaraðila. Meðalspár fyrir afkomu á fjórðungnum hljóðuðu allt frá 20 milljörðum til tæplega 7 milljarða. Meðal þeirra banka sem senda reglulega út greiningar um Kaupþing eru Glitnir, Landsbankinn, Citigroup, Morgan Stanley, Fox Pitt og UBS.

Arðsemi eigin fjár á fyrri helmingi ársins er 19,8%, en á síðasta fjórðungi var sama hlutfall um 24%.

Hreinar vaxtatekjur eru ríflegar og nema 26,8 milljörðum.

Eiginfjárhlutfall bankans lækkar lítillega frá sama tímabili í fyrra, og nemur nú 11,2%. Þar af er eiginfjárþáttur A 9,3%.

Gengislækkun krónunnar á fyrsta helmingi ársins 2008 hefur veruleg áhrif á uppgjör bankans og allan samanburð milli tímabila.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, segir arðsemi bankans vera viðunandi og ánægjulegt að ná arðsemismarkmiðum í yfirstandandi árferði.