Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kauþings banka, segir að bankinn hafi áhuga á að vaxa með yfirtökum í Finnlandi, segir í frétt finnsku fréttaveitunnar Esmerk.

Á uppgjörsfundi í Reykjavík í gær sagði Hreiðar Már þó að bankinn hefði áhuga á að samþætta starfsemina og að ekki væri að vænta kaupa á næstunni.

Finnska fréttaveitan segir að Hreiðar hafi sagt að bankinn hafi áhuga á að auka starfsemina í Finnlandi, ásamt því að vaxta innri vexti. Í fréttinn segir að Kaupþing hafi ekki áhuga á að fjárfesta í Eystrasaltsríkjunum.