Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,5% þegar markaðurinn hefur verið opinn í um hálftíma og er 5.482 stig. Veltan nemur 2,5 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Kaupþing hefur hækkað um 2,3% , Exista hefur hækkað um 1,1%, AtorkaGroup hefur hækkað um 0,8% og Bakkavör Group um 0,2%.

Icelandic Group hefur lækkað um 4,87%, Eik banki hefur lækkað um 2,7%,  FL Group hefur lækkað um 1,9%, Atlantic Airways hefur lækkað um 1,75% og Föroya banki hefur lækkað um 1,6%

Gengi krónu hefur veikst um 1,36% og er 1263,7stig.

Flesta vísitölur sem horft er til hafa lækkað það sem af er degi: Breska vísitalan FTSE100 hefur lækkað um 1,13%, danska vísitalan OMXC 2%,  norska vísitalan OBX hefur lækkað um 3,3% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,7%, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Euroland.

Markaðir lækkuðu einnig í gær. Í Bandaríkjunum tilkynntu Citigroup og Merril Lynch um mikinn taprekstur auk þess sem sagt var frá lélegum sölutölum í smásölu.