Sænskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um viðskipti með bréf sænska fjármálafyrirtækisins Carnegie. Rétt í þessu var greint frá því á netsíðu Dagens Industri að blaðið hefði fengið staðfestingu á því að Kaupþing væri hætt viðskiptum með bréf í Carnegie.

Þetta kom fram í gær og var fyrst sagt frá þessu á netmiðlinum www.affärsvärlden.se . Nú segist Dagens Industri hafa fengið þetta staðfest. Þar kemur einnig fram að Kaupþing sé hvorki að kaupa bréf fyrir eigin reikning né viðskiptavini sína.

Áður hafði komið fram að norski bankinn DNB Nor hefði hugsanlega áhuga á Carnegie en í frétt Dagens Industri eru taldar litlar líkur á því. Nú beinist athyglin einkum að Kaupþing og Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka. Greiningaraðili í Svíþjóð segir í samtali við Direkt að hann trúi því að báðir bakarnir geti haft áhuga á Carnegie. Um leið benda menn á að yfirtaka félagsins geti verið erfið en benda á að Kaupþing hafi góða reynslu af slíku í Svíþjóð.