Kaupþing banki er í 142. sæti yfir stærstu banka í heimi samkvæmt árlegri úttekt alþjóðlega fjármálatímaritsins ?The Banker?. Kaupþing er eini íslenski bankinn sem er meðal 200 stærstu banka í heimi.

Í fyrra var Kaupþing banki í 177. sæti og hefur því hækkað sig um 35 sæti milli ára. Röðun á listann byggist á svo kölluðum eiginfjárþætti 1 (e.tier 1). Meðal banka sem eru neðar á listanum má nefna; DEPFA Bank á Írlandi (152), Bradford & Bingley á Bretlandseyjum (189) og Caixa Catalunya á Spáni (196). Bank of America Corp. er stærsti banki í heimi, Citigroup er í öðru sæti og HSBC Holdings í því þriðja.