Danski bankinn FIH Erhvervsbank, sem er í eigu Kaupþings banka, hefur ráðið 35 starfsmenn til starfa í nýrri einingu bankans, segir talsmaður FIH, og stendur til að ráða 15 starfsmenn til viðbótar.

Nýja einingin mun einblína á fyrirtækjaráðgjöf og viðskipti með skuldabréf og skuldaviðurkenningar, segir Lars Johansen.

Johansen segir að nýja einingin muni víkka út starfsemi FIH verulega og auka þjónustuna við viðskiptavini bankans.