Kaupþing í Finnlandi hefur hætt starfssemi eftir að hafa endurgreitt um 100 milljóna evra lán til finnskra banka.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters en bankinn lokaði s.l. föstudag.

Fram kemur í frétt Reuters að bankinn hafi verið tekinn yfir af finnskum yfirvöldum eftir hrun íslenska bankakerfisins í byrjun október síðastliðnum.

Í tilkynningu frá finnska fjármálaeftirlitinu kemur fram engar innistæður hefðu verið eftir við lokun bankans.

Þá kemur fram að finnskir bankar hefðu lánað Kaupþingi til að endurgreiða innistæðueigendum sínum en það lán hefði nú verið greitt til baka ásamt vöxtum.