Kaupþing Singer & Friedlander  í London er komið í greiðslustöðvun. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings, staðfesti þetta í samtali við Viðskiptablaðið.

Hann leggur áherslu á að móðurfélag Kaupþings sé ekki í greiðslustöðvun heldur Kaupþing Singer & Friedlander  í London.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var fyrst og fremst farið fram á greiðslustöðvun Kaupþings Singer & Friedlander til þess að vinna tíma.