Forstjóri Kauþings banka í Svíþjóð, Robert Charpentier, segir í samtali við sænska blaðið Dagens Industri að bankinn ætli sér að auka viðskipti sín við fjárfestingasjóði (e. private equity funds) á næsta ári

Charpentier segir: "Það hefur myndast eyða á markaðnum sem Kaupþing banki hefur alla burði til að fylla í. Við erum nógu stórir til að ráða við stórar fjárfestingar, en nógu smáir til að vera sveigjanlegir og ráðleggja viðskiptavinum okkar í daglegum rekstri."

Fjárfestingasjóðir sérhæfa sig í skuldsettum yfirtökum í samvinnu við banka, sem lána til kaupanna þannig að fyrirtækið sem keypt er er skuldsett eins mikið og mögulegt er. Kaupþing hefur unnið að nokkuð mörgum skuldsettum yfirtökum í Bretlandi, þá einna helst með Baugi.