Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir í nýlegu viðtali við arabíska dagblaðið Al Hayat að bankinn hyggist aðstoða evrópsk fyrirtæki við að fóta sig í arabalöndunum. . ?Við ætlum okkur að aðstoða evrópsk fyrirtæki að fóta sig á arabíska markaðinum og um leið að aðstoða arabísk fyrirtæki sem hafa áhuga á að skoða hvaða fjárfestingarmöguleikar standa þeim til boða í Evrópu,? segir Hreiðar Már í viðtalinu.

Kaupþing banki var nýlega skráður hjá Alþjóða fjármálamiðstöðinni í Dubai og hefur sótt um leyfi til skráningar hjá fjármálamiðstöðinni í Qatar. Í greininn segir að Kaupþing sé fyrsti Norræni bankinn til að opna útibúi á þessu svæði og að bankinn ætli að bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði fjármálastýringar og ráðgjafar. Haft er eftir Hreiðari að veltan á arabíska fjármálamarkaðinum sé ríflega 800 billjón dollarar á ári að svipuð og öll velta í Asíu og Indlandi samanlagt

Í viðtalinu við Hreiðar Má segir hann að arabíska markaðssvæðið hafi vakið athygli norrænna fjármálastofnanna eftir kaup Bourse Dubai á OMX og kaup Doha á 20% hlut í London Exchange.

Al Hayat er gefið út í 350.000 eintökum daglega og í umfjöllun blaðsins er rakin aukin áhugi og starfsemi norrænna banka í Arabaríkjunum.