Kaupþing banki innleysir 10,6 milljarðs króna hagnað með sölu hlutabréfa í Exista á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis.

Greiningardeildin bendir á að Kaupþing hafi selt 6,1 eignarhlut í Exista til lífeyrissjóðs og innleysti bankinn þar með 5,7 milljarða króna. Í gær gekk bankinn frá sölu nær 2,8% til fagfjárfesta og er innleystur hagnaður 3,4 milljarðar. Þá mun sala til almennings og starfsmanna nema um 1,5 milljörðum króna.Samtals eru því 10,6 ma.kr. hagnaður sem bankinn innleysir á yfirstandandi fjórðungi fyrir skatta.

Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaður bankans 13 milljörðum króna í heild. Samtals nam hagnaður á fyrri hluta ársins 31,8 milljörðum króna.