Kaupþing banki hefur aukið hlut sinn í finnska ríkisflugfélaginu Finnair og nemur eignarhluturinn 6,3%. Finnair greindi frá þessu í dag.

Félagið sagði að um framvirka samninga væri að ræða, en FL Group jók hlut sinn í félaginu í gær og er með 6,1% hlut. Straumur-Burðarás á 10,74% hlut í Finnair, sem er að hluta til í eigu finnska ríkisins en er skráð í kauphöllina í Helsinki.

Finnair tekur fram að Kauþing muni losa stöðuna þegar þegar framvirku samningarnir renna út, sem er þann 26. apríl.

Erlendir sérfræðingar velta fyrir sér hvort að líklegt sé að finnska ríkið sé að selja hlut sinn í Finnair og að það sé megin ástæða kaupanna.