Fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Líbýu keypti nýlega stóran hlut í olíu- og gasframleiðandanum Circle Oil.

Um er að ræða tæpan 30% hlut á um 19 milljóna punda (tæpl. 3 milljarðar ísl.kr.) en samkvæmt Dow Jones fréttaveitunni mun fjármagnið verða nýtt til að fjármagna olíu- og gasleit í Marokkó, Túnis og Egyptalandi.

Fjárfestingasjóðurinn sem um ræðir er Libya Oil Holdings, sem er í eigu stjórnvalda í Líbýu.

Þá keypti Kaupþing 15,6% hlut í Circle Oil eftir útboðið, en bankinn keypti fyrir 10 milljónir punda í útboðinu samkvæmt Dow Jones.