Kaupþing banki hefur samþykkt að kaupa bresku tískuvöruverslunina Phase Eight, ásamt fleiri fjárfestum, fyrir tæplega sjö milljarða króna.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun bankinn eignast um 35% hlut í félaginu en fjárfestahópurinn inniheldur meðal annars auðjöfurinn Robert Tchenguiz og Ian Findlay, forstjóra og fjámálastjóra Jane Norman-keðjunnar.