Þess er vænst að Lögþing Færeyja samþykki innan skamms að ráðast í stærstu bílagöng eyjanna til þessa. Kostnaður við göngin er upp á 11 milljarða króna og verður um að ræða fyrstu einkaframkvæmd á þessu sviði Kaupþing banki verður meðal fjárfesta í verkinu.

Hér er um að ræða 11 kílómetra löng veggöng sem eiga að tengja saman Runavík og Strendur á Austurey við höfuðstaðinn Þórshöfn sem er á Straumey. Gert er ráð fyrir að göngin verði tilbúin árið 2012 og þá taki aðeins nokkrar mínútur að skjótast á milli þessara staða.

Nokkur bílagöng eru nú þegar í Færeyjum en þetta eru þau fyrstu sem verða í einkaframkvæmd. Gert er ráð fyrir að lögin verði afgreidd í vor.