Á aðalfundi Kaupþings líftrygginga hf. sem haldinn var í gær, 20. mars, var samþykkt að breyta nafni félagsins í Okkar líftryggingar hf. Félagið er eftir sem áður í eigu Nýja Kaupþings banka hf. og verður rekið með óbreyttu sniði.

Í frétt á heimasíðu félagsins segir að með nafnbreytingunni sé sjálfstæði félagsins undirstrikað og um leið skírskotað til þess grunns sem allar tryggingar byggja í raun á – samstöðu og samábyrgðar þar sem hvert og eitt okkar deilir kostnaði af áhættu með öðrum í hópnum.

Félagið er elsta líftryggingarfélagið á Íslandi. Félagið rekur sögu sína aftur til ársins 1966 þegar Alþjóða líftryggingarfélagið hf. var stofnað. Á þeim ríflega fjörutíu árum sem síðan eru liðin hefur félaginu stöðugt vaxið ásmegin og varðveitt forystuhlutverk sitt á sviði líf- slysa- og sjúkdómatrygginga. Félagið er eitt af öflugustu líftryggingarfélögum landsins og viðskiptavinir þess á sviði persónutrygginga og sparnaðar skipta tugum þúsunda. Fyrir traust þess stóra hóps erum við bæði þakklát og stolt.