Greiningardeild Kaupþings banka lækkar verðmatsgengið sitt í 5,1 króna á hlut úr 5,2 en heldur tólf mánaða markgenginu, sem er 5,4 krónur á hlut. ?Við höldum ráðgjöf okkar óbreyttri og mælum áfram með kaupum á bréfum í Alfesca," segir greiningardeildin.

Veigamesti þáttur verðmatsbreytingarinnar er vegna fyrirhugaðri sölu félagsins á frystisviði dótturfélagsins Delpierre, sem greiningardeildin býst við að muni verði selt á næstu vikum, auk þess sem framlegðarspáin er lækkuð vegna óvissu um þróun laxaverðs.

Greiningardeildin hefur einnig gefið út afkomuspá fyrir félagið sem tekur á síðasta fjórðungi rekstrarárs félagsins, sem lauk í júní. Það er reiknað með að veltan veðri um 129,4 milljónir evra (12,5 milljarðar króna) á fjórðungnum. ?Áætlum við að EBITDA framlegð nemi um 4% þar af eða um 5,2 milljónum evra (503 milljónir króna). Þá gerum við ráð fyrir að tap verði á rekstri félagsins eftir skatta uppá tæplega 1 milljón evra (97 milljónir króna) á fjórðungnum," segir greiningardeildin.