Útboði Kaupþings á skuldabréfum til fagfjárfesta, vegna fjármögnunar á nýjum íbúðalánum lauk síðdegis í gær.

Á heimasíðu Kaupþings segir að heildarfjárhæð tilboða hafi verið 1,5 milljarður króna og að tilboðum hafi verið tekið fyrir einn milljarð.

Þar segir jafnframt að meðalávöxtunarkrafa samþykktra tilboða, í þeim flokki sem íbúðalán bankans byggist , hafi verið 5%. Þegar tekið er tillit til vaxtaálags Kaupþings banka verða vextir á nýjum íbúðalánum lækkaðir sem nemur 0,15%. Lægstu vextir bankans á nýjum íbúðalánum verða 5,90%.

Breytingin tekur gildi næstkomandi mánudag, 29. september.