„Undanfarna viku hörfum haft samband við viðskiptavini okkar og lokað stöðum á skynsamlegan og yfirvegaðann hátt.“ segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London, í samtali við fréttavef Daily Telegraph í dag.

Bankinn reynir nú að fá viðskiptavini sína til þess annaðhvort að reiða fram meira fé eða loka voguðum stöðum sínum. Þetta gera þeir með það að marki að minnka áhættu bankans.

Samkvæmt fréttaveitunni hefur þessi krafa ýtt undir hræðslu markaðsaðila um fjárhagslega stöðu Kaupþings. Ármann segir þó aðgerðina eðlilega við þessar markaðsaðstæður. Allir séu að reyna að minnka skuldsetningu sína, það sé skynsamlegasta í stöðunni.

„Við erum ekki fyrstir til að gera þetta og sannarlega ekki þeir síðustu“ segir  Ármann