Kaupþing hefur lokið fjármögnun vegna yfirtöku á hollenska bankanum NIBC, að því er fram kemur í frétt sem bankinn birti í morgun. Í fréttinni kemur fram að bankinn hyggst gefa út allt að 210 milljón nýja hluti og að hópur undir forystu J.C. Flowers & Co. mun fá 140 milljón hluti en 70 milljónir hluta verði seldar í forgangsréttarútboði sem J.C. Flowers & Co. og Exista sölutryggja. Kaupþing gerir ráð fyrir að kaupin á NIBC verði að fullu frágengin í janúar n.k.