Að sögn Jóhannesar Jónssonar, stjórnarmanns í félaginu 1998 ehf., eru engin lán á gjalddaga hjá félaginu og eiginfjárstaða þess traust. Næsti gjalddagi lána er að sögn Jóhannesar í nóvember 2010.

Það var félagið 1998 ehf. sem keypti verslanarisann Haga af Baugi á síðasta ári en það er síðan í eigu Gaums og var endanlega gengið frá kaupunum á miðju síðasta sumri.

Aðaltilgangur félagsins er að halda utan um hlutinn í Högum sem er nánast að fullu í eigu félagsins. Kaupin voru fjármögnuð af Kaupþingi með handveði í bréfum félagsins og staðfesti Jóhannes það.

Hann tók fram að engin lán væru í vanskilum en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um félagið.