Kaupþing hefur tilkynnt um skuldabréfaútgáfu í Mexíkó, þá fyrstu sem bankinn hefur ráðist í þar. Um er að ræða útgáfu að andvirði 200 milljónir Bandaríkjadala eða um 12 milljarðar króna.

Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn ræðst í skuldabréfaútgáfu í Suður-Ameríku. Þeir sem leiddu útgáfuna voru BBVA Bancomer og Lehman Brothers.

Skuldabréfin eru til fimm ára og er greitt 72 punkta álag ofan á LIBOR vexti.