Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, að bankinn muni fækka störfum til þess að draga úr kostnaði.

Í niðurstöðum fyrsta ársfjórðungs kemur í ljós að rekstrarkostnaður Kaupþing var tæpir 22 milljarðar og hafði aukist um 22% milli ára en hann var 17,7 milljarðar á sama tíma í fyrra.

„Við viljum lækka þetta um 10% á næsta ársfjórðung,“ segir Hreiðar Már í samtali við Reuters en greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian. Hann bætir því við að slík stefna sé mjög ögrandi fyrir bankann en bankinn muni breyta viðhorfi sínu gagnvart útgjöldum.

Hreiðar Már vildi ekki gefa upp hve mörgum yrði sagt upp en sagði að þegar hefði starfsfólki fækkað.

Hér má sjá frétt The Guardian.