Hjá sænsku fréttastofunni Esmerk kemur fram að hætt sé við að tafir verði á einkavæðingu sænsku fasteignalánastofnunarinnar SBAB, meðal annars vegna þess að mögulegir kaupendur á borð við Kaupþing [ KAUP ] og Glitni [ GLB ] séu ekki lengur taldir líklegir til að bjóða í SBAB, vegna óstöðugleika á fjármálamörkuðum.

SBAB hefur hríðfallið í verði að undanförnu og er talið að markaðsvirði fyrirtækisins hafi lækkað um þrjár milljarða sænskra króna, en það helst í hendur við 30% fall á sænska fasteignamarkaðnum síðastliðna hálfa árið, að því er kemur fram í máli Fredrik Gutenbrant hjá Chevreux.