Kaupþing og Landsbankinn fjárfesta fyrir 8 milljarða króna í FL Group og sölutryggja til viðbótar 5 milljarða króna útboð. Útboðinu verður beint að fagfjárfestum og verður lágmarksþátttaka 5 milljónir króna. Þetta kom fram á fundi með greiningaraðilum í morgun. Þess má geta að frá því viðskipti hófust með bréf í morgun hefur gengi bréfa FL Group lækkað um 0,71%.

Boðað verður til hluthafafundar hjá FL Group þar sem lögð verður fyrir tillaga um að auka hlutafé félagsins um 44 milljarða króna að markaðsvirði. Stærstu hluthafar FL Group hafa skuldbundið sig til þess að kaupa nýja hluti fyrir 28 milljarða króna og gert er ráð fyrir að lykilstarfsmenn fjárfesti fyrir 3 milljarða króna. Útboðsgengi FL Group verður 13,6.