Kaupþing banki hf. hefur fengið leyfi til að opna útibú í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni Dubai (DIFC) að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Kaupþing er fyrsti norræni bankinn til að fá starfsleyfi í þessu umdæmi. Upphaflega mun Kaupþing einbeita sér að því að sinna fyrirtækjaráðgjöf á svæðinu sem og að útvega þjónustu á sviði einkabankastarfsemi. Umar Ali,
framkvæmdastjóri Kaupþings í Miðausturlöndum mun stýra útibúinu.