Greiningardeild Kaupþings banka gerir ráð fyrir því að 30% hlutur í K2, hugbúnaðarhluta Dagsbrúnar-samstæðunnar verði seldur, en tilkynnt hefur verið um uppskiptingu Dagsbrúnar í þrjú mismunandi félög. Félögin eru 365, sem inniheldur fjölmiðla samstæðunnar, Teymi og K2.

Greiningardeildin bendir á að fram kemur í tilkynningu Dagbrúnar til Kauphallar Íslands að núverandi hlutafé Dagsbrúnar uppá um 6.015 milljónir hluta verði skipt þannig að 2.728,2 milljónir hluta verði að hlutafé í Teymi en að 3.286,7 milljónir hluta verði hlutafé í Dagsbrún, eða 365 sem áfram verður rekið á kennitölu Dagsbrúnar..

?Einnig munu þessi tvö félög ekki eiga hlut í hvort öðru. Engar frekari upplýsingar eru gefnar um þriðja félagið sem verður til í þessari tilfærslu, eða K2, annað en að Teymi mun eiga 34,5% strax eftir skiptinguna og Dagsbrún (365) mun eiga 65,5%," segir greiningardeildin.

?Þetta eru aðrar upplýsingar en komu fram á kynningarfundinum síðastliðinn þriðjudag um að hvort félag kæmi til með að eiga 35% í K2 en þriðji aðili 30%. Má því gera ráð fyrir að 30% hlutur í K2 verði seldur frá Dagsbrún fljótlega eftir að skiptingu líkur."

Í tilkynningu Dagsbrúnar kemur einnig fram, segir greiningardeildin, að skuld sú sem getur myndast hjá Dagsbrún vegna kaupana á Senu og Securitas upp á tæplega 1,1 milljarð króna mun verða breytt í hlutafé í félaginu K2, sem það er félag sem stofnað verður um þá starfsemi Dagsbrúnar sem ekki fellur að kjarnastarfsemi hinna tveggja nýju félaga sem munu verða skráð á markað í stað Dagsbrúnar.