Kaupþing [ KAUP ] hefur selt Bakkabræðrum Holding réttinn á nærri öllum nýjum hlutum í Existu [ EXISTA ], sem bankinn átti að fá fyrir hluti sína í Skiptum samkvæmt yfirtökutilboði Existu. Kaupin fara fram á lokagengi Existu í gær, 10,12.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþingi.

Kaupþing átti rétt á um 1,3 milljörðum nýjum hlutum, eða sem nemur 9,18% af heildarhlutafé í Exista að teknu tilliti til fyrirhugaðrar hlutafjárhækkunar félagsins. Það er um 13 milljarðar.

Bankinn hefur nú gengið að tilboði Bakkabræðra Holding B.V. um að kaupa rétt bankans að tæpum 1.272 þúsund nýjum hlutum (8,97%) sem leiðir til þess að eignarhlutur Bakkabræður Holding B.V. í Exista helst óbreyttur eftir útgáfu nýrra hluta í Exista í tengslum við yfirtöku á Skiptum hf.